Algengar spurningar
Eru allar vörur í versluninni handgerðar?
Já, ég vinn allar vörurnar sem ég sel í höndunum. Þetta er sem sagt "one-woman-show"!
Sendirðu út á land?
Já, ég sendi út um allt land og sendi vörur í gegnum dreifikerfi Póstsins.
Er hægt að kaupa gjafabréf?
Já, hægt er að velja um ýmsar upphæðir á gjafabréfum í vefvrslun.
Er hægt að sérpanta vörur?
Ég get því miður ekki boðið upp á sérpantanir eins og stendur, en planið er að geta boðið upp á ýmsar sérpantanir í framtíðinni.
Er ekki hægt að borga með greiðslukorti?
Að svo stöddu er einungis boðið upp á að versla með millifærslu. En greiðslukortagáttin er í vinnslu og verður að öllumlíkindum komin í gagnið um miðjan nóvember 2024.