Skilmálar

Afhending

Afhendingartími getur verið mismunandi en ég leitast ávallt við að senda vöruna af stað eftir 1-3 virka daga, eftir að greiðsla hefur borist. 

Sé varan ekki til á lager eða um sérpöntun að ræða munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Einnig er í boði að sækja pöntun, en þá er samið um afhendingartíma. Lagerinn minn er staðsettur að Rauðhömrum 3, 112 Reykajvík.

Anna Sigga Handverk áskilur sér rétt til að hætta við pantanir og námskeið, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir eða aflýsa námskeiði fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Sending og ábyrgð

Anna Sigga Handverk ber almennt enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send vefverslun og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Anna Sigga Handverk ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Anna Sigga Handverk til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur

Skilafrestur á vörum er 14 dagar frá afhendingu, gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalega ástandi þegar henni er skilað. Kaupandi

Gölluð vara.

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurbætur á gallanum og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist.

Gjafabréf

Gjafabréf í Anna Sigga Handverk gilda í 2 ár frá útgáfudegi. Ekki er hægt að skila gjafabréfum og eru þau ekki endurgreidd.

Öryggi

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Vefkökur (cookies)

Vefurinn notar vefkökur.

VSK

Anna Sigga Handverk starfar eftir undanþáguákvæði í skattalögum þar sem:

  • aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir 2.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst (fjárhæðin var 1.000.000 kr. til 1. janúar 2017), eru þó undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattskrá en mega þá jafnframt ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti.